Tónahvarf 6

Tónahvarf 6 er á einstaklega fallegum stað með miklu útsýni. Staðsetningin er góð og á eftir að batna mjög mikið með tilkomu Arnarnesvegar sem er á vegaáætlun 2020-2023. Húsið verður tilbúið í apríl 2019. Húsið er staðsteypt, filtmúrað að utan og múrað að innan.

Bilin eru 16 en það er hægt að sameina fleiri bil eftir þörfum. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan og lóðin fullbúin. Að innan verður húsinu skilað fullbúnu. Hiti, vatn og rafmagn fullbúið. Múrað og málað. Milliloft klárt og gólf með epoxy. Húsið verður málað í ljósum lit.