Austurvegur 51

Sala er hafin á 28 íbúðuðum sem tilheyra fyrsta áfanga við Austurveg 51-53 á Selfossi. Stutt er í margvíslega þjónustu s.s. matvöruverslanir, apótek, bakarí, bensínstöð, tryggingastofnun og sjúkrahúsið. Í húsinu er aðsetur félags eldri borgara hvar magvísleg þjónusta og afþreying er í boði. Einnig er dagsvöl sveitafélagsins Árborg þar með aðsetur.

Byggðar verða 54 íbúðir í tveimur áföngum ásamt eittþúsund fermetra viðbyggingu er hýsir félagsmiðstöð og dagdvöl eldri borgara á Selfossi. Íbúðirnar eru ætlaðar fyrir 55 ára og eldri. Íbúðrinar eru frá 83 fermetrum í 137 fermetra. Afhending fyrri áfanga er 1. desember 2018. Framkvæmdir við áfanga tvö hefjast á haustmánuðum 2018 og líkur sumarið 2020. Hverri Íbúð er skilað fullbúinni án gólfefna, þó eru flísar á votrýmum s.s. baðherbergi, þvottahúsi og anddyri. Allar íbúðir eru með:

  • Vönduðum inréttingum og AEG eldhústækjum.
  • Svalalokun.
  • Bílastæði í upphitaðri bílageymslu.
  • Hleðslueiningu í hverju bílastæði fyrir rafmagnsbíla.
  • Mynddyrasíma.

Aðalinngangur er að norðanverðu frá Árvegi með einstefnugötu meðfram íbúðum eldri borgara við Grænumörk og tengist Heiðmörk. Þar verður aðkoma fyrir íbúa, gesti og félagsmiðstöð. Aðkoma íbúa í bílakjallara er frá Austurvegi.