Við Hjallabraut í Hafnarfirði rísa glæsileg rað- og einbýlishús í nágrenni við náttúruna. Stutt er í skóla, leikskóla og helstu þjónustu.
Húsin verða afhent með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og eldhústækjum frá Ormsson og gólfhita skv. teikningum. Í húsunum verður loftskiptikerfi með varmaendurvinnslu.
Stéttar við húsin verða hellulagðar og snjóbræðslulögn í bílastæði og gangstíg framan við húsið samkvæmt teikningu.
Húsin eru með verönd með timburkæddum palli í bakgarði.
Á baðherbergjum eru gólf flísalögð og veggir flísalagðir upp í loft. Þau verða búin vönduðum hreinlætistækjum, upphengdum salernum, hitastýrðum blöndunartækjum og sturtum.
Áætluð afhending er júlí-ágúst 2025.