Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 18 íbúða fjölbýlishúsi við Naustavör 9 í Bryggjuhverfinu í vesturbæ Kópavogs. Íbúðirnar eru frá 83-182 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórum timburveröndum. Stæði í bílageymslu fylgja sumum stærri íbúðum.
Naustavör 9 er 4ra hæða fjölbýlishús með lyftu við Naustavör í Kópavogi staðsett örstutt frá smábátahöfninni, með útsýni úr sumum íbúðum þar yfir og útsýni úr öðrum í vestur. Í húsinu eru allar stærðir íbúða 2ja, 3ja og fjögura herbergja ásamt tveimur þakíbúðum sem hafa góðar þaksvalir með fallegu útsýni yfir vogin og Nauthólsvíkina. Allar íbúðir hafa ágætlega stórar svalir eða góðar timburverandir. bílageymsla er upphituð með geymslum þar við.
Íbúðirnar verða afhentar með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og án gólfefna, þó verða flísar á baðherbergjum og þvottahúsum. Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin og verður mynddyrasími með einu símtóli í íbúð. Allar íbúðir eru með svölum nema íbúðir á jarðhæð en þar eru timburverandir.
Sameign verður frágengin utan sem innan og í sameign verður vönduð lyfta í stigahúsi. Anddyri verður flísalagt en stigar og stigapallar teppalagðir. Lóð verður frágengin með grasþökum og gróðri, hellulögðum gangstéttum með snjóbræðslukerfi við húsið. Á baðherbergjum eru gólf flísalögð og veggir flísalagðir upp í loft. Þau verða búin vönduðum hreinlætistækjum, hitastýrðum blöndunartækjum, upphengdum salernum, sturtum með glerhlið. Innréttingar og innihurðir eru vandaðar, sprautulakkaðar í hvítum og gráum lit, sjá nánar í skilalýsingu.
Bryggjuhverfið á Kársnesi í Kópavogi er staðsett á fallegum stað á móti Nauthólsvíkinni, fjölskylduvænu og fallegu umhverfi við sjávarsíðuna. Siglingafélagið Ýmir er með aðstöðu við smábátahöfnina og er það iðandi af lífi. Í bryggjuhverfinu á Kársnesinu er gert ráð fyrir verði um 400 íbúðir. Flutt var í fyrstu íbúðir hverfisins á vormánuðum 2015. Áætluð afhending á fyrstu íbúðum að Naustavör 9 er feb-mars 2020.