Sala er hafin á íbúðum í 3 glæsilegum fjölbýlishúsum við Nónhamar 2, 4 og 6 í Hafnarfirði. Íbúðirnar eru frá 57,3 til 109,1 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum innréttingum, í húsi 4 frá GKS – gamla kompaníið og í húsum 2 og 6 frá Axis. AEG eldhústæki frá Ormsson. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða veröndum.
Húsin við Nónhamar eru álklædd fjölbýlishús með lyftu. Í húsunum eru 2ja, 3ja herbergja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar hafa annaðhvort svalir eða verönd. Sérgeymslur eru í íbúðunum sjálfum. Hjólageymsla verður á jarðhæð.
Íbúðirnar verða afhentar með vönduðum innréttingum og án gólfefna, þó verða flísar á baðherbergjum. Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin.
Sameign verður frágengin utan sem innan og í sameign verður vönduð lyfta. Gangstéttar við húsin verða með snjóbræðslukerfi skv teikningum. Á baðherbergjum eru gólf flísalögð og veggir flísalagðir upp í loft. Þau verða búin vönduðum hreinlætistækjum, hitastýrðum blöndunartækjum, upphengdum salernum, sturtum með glerhlið. Innréttingar og innihurðir eru vandaðar, sjá nánar í skilalýsingu.