Strikið 1 ABC

Sala er hafin á íbúðum fyrir fólk 60 ára og eldri í glæsilegu og vönduðu 42ja íbúða fjölbýlishúsi við Strikið 1 ABC í Sjálandshverfi í Garðabæ. Íbúðirnar eru frá 84 til 180 fm. Áhersla hefur verið lögð á að húsið sé eins viðhaldslítið og kostur er, en það er einangrað að utan og álklætt.

Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum, þakgörðum eða timburveröndum með skjólgirðingum á jarðhæð. Stæði í upphitaðri bílgeymslu fylgir öllum íbúðum þar sem gert er ráð fyrir að hægt sé að hlaða rafmagnsbíla.

Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, þó verða flísar á baðherbergjum og þvottahúsum frá Birgisson. Innréttingar eru frá Axis, heimilistæki frá Ormsson, innihurðar frá Parka og hreinlætistæki frá Tengi.

Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin með einum mynddyrasíma í íbúð. Reykskynjarar í íbúðum og sameign verða vaktaðir af stjórnstöð öryggisfyrirtækis. Hægt er að sækja um öryggishnapp sé þess þörf sem eru niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands með tilvísun læknis og því vaktaðir af öryggisfyrirtæki.

Í hverju stigahúsi verður sameign fullfrágengin með lyftu. Allar sameignarhurðar verða með mótorknúnum opnunum. Í Anddyri og kjallara verða gólf flísalögð en stigar og stigapallar teppalagðir.

Sameign að utan verður með fullfrágenginni lóð samkvæmt leiðbeinandi hönnun Landslags arkitekta. Gangstéttar við húsið verða hellulagðar með snjóbræðslukerfi.

Innan hússins verður salur fyrir íbúa hússins til þess að halda fundi eða mannfagnaði. Ekki er þó um eiginlega félagsaðstöðu að ræða, enda er Þjónustusel Garðabæjar staðsett handan götunnar í Jónshúsi fyrir eldri borgara Garðabæjar.

Tekið skal fram að 200 íbúðir eru í Strikinu 2-12 og 17. Júní Torgi 1-7 fyrir fólk á aldrinum 50 ára og eldri.

Einnig er hjúkrunarheimilið Ísafold á næstu lóð, sem mætti hugsa sem ákveðið öryggi í framtíðinni, varðandi hugsanlega baðþjónustu, sjúkraþjálfun og tengsl við hjúkrunarfólk. En um þetta þarf að semja.

Sjáland er við Arnarnesvog í Garðabæ og í fallegu umhverfi við sjávarsíðuna. Ökuleiðir til og frá hverfinu eru greiðfarnar, stutt í Smáralind og miðbæ Garðabæjar. Vestast við voginn er náttúruleg fjara og í framhaldi af henni er sjóbaðsströnd sem snýr í sólarátt. Strandlengjan verður öll opin almenningi og gangstígur tengir hana og hverfið við miðbæ Garðabæjar. Jónshús er staðsett gengt Strikinu, er þar Þjónustusel með margvíslegri þjónustu.