Gráhella

Falleg, ný og viðhaldslétt raðhús í nýju hverfi á Selfossi. Stærðir íbúða eru frá 85,6 fm til 112,5 fm, allar 4 herbergja og með sama skipulagi. Skilast fullbúnar án gólfefna og áætlaður afhendingartími júlí til desember 2017

Húsin eru staðsett í nýju fjölskylduvænu hverfi á Selfossi og er skammt frá Sunnulækjaskóla auk þess sem leikskóli, FSu, verslun og íþróttaaðstaða er í göngufæri.

Lóð skilast frágengin með malbikuðu bílastæði framan við hús og baklóð þökulögð. Sorptunnuskýli framan við hús og á baklóð er timburveggur c.a 1 metri og 1,90 á hæð til aðgreiningar milli íbúða.

Húsin eru timburhús, klædd að utan með viðhaldslítilli Cembrit/Eternit klæðningu og standandi viðarklæðningu í bland, bjart með stórum gluggum og gott innra skipulag er í húsinu. Aðalhönnuður hússins er teiknistofan GP arkitektar sem eru þekktir fyrir framúrskarandi hönnun og arkitektúr.

Húsin skilast öll fullbúin án gólfefna nema þvottahús, baðherbergi og votrýmið á baðherbergi. Sjá nánar í skilalýsingu.

Innra skipulag. Forstofa, innan við forstofu er gangur/hol þar sem eru tvö svefnherbergi. Eldhús og stofa í opnu rými. Útfrá stofu, en aflokað með litlum gangi, er hjónaherbergi, baðherbergi/þvottahús og geymsla. Innréttingar í eldhúsi eru tvítóna, efri skápar sprautulakkaðir hvítir en neðri hluti spónlagður með láréttum hvíttuðum eikarspón og borðplötur plastlagðar. Vönduð eldhústæki frá Electrolux eða sambærilegt, ásamt hangandi háfi yfir eyju fylgja.  Baðherbergi með upphengdu salerni, flísalagðri rúmgóðri sturtu og innrétting sprautulökkuð hvít. Lagt fyrir þvottavél og þurrkara. Í geymslu eru lagnainntök. Innihurðar 220 cm og spónlagðar með sama efni og innréttingar. Spónlagðir fataskápar í svefnherbergjum.

Um er að ræða vandaðar og skemmtilegar íbúðir sem eru góður kostur fyrir þá sem eru t.d að stíga sín fyrstu skref á íbúðarmarkaðnum eða þá sem vilja minnka við sig og komast í ný og viðhaldslétt hús.

Sjá nánar skilalýsingu eða hjá fasteignasölum.

Nánari upplýsingar veita löggiltir fasteignasalar hjá Fasteignasölunni Bæ, Austurvegi 26, Selfossi og Ögurhvarfi 6, Kópavogi og Fasteignasölunni Árborgir, Austurvegi 6, Selfossi og Fasteignasölunni Miklaborg, Lágmúla 4, 108 Reykjavík.

Fasteignasalan Árborgir:
Þorsteinn Magnússon sími: 894-2045 steini@arborgir.is
Árni Hilmar Birgirsson sími: 856-2300 arni@arborgir.is

Fasteignasalan Bær:
Snorri Sigurfinnsson sími: 864-8090 snorri@fasteignasalan.is
Hafsteinn Þorvaldsson sími: 891-8891 hafsteinn@fasteignasalan.is
Snorri Sigurðarson sími: 897-7027 ssig@fasteignasalan.is
Guðbergur Guðbergsson sími: 893-6001 beggi@fasteignasalan.is

Fasteignasalan Miklaborg:
Jason Ólafsson sími: 775 1515 jassi@miklaborg.is
Atli S Sigvarðsson sími: 899 1178 atli@miklaborg.is
Axel Axelsson sími: 778 7272 axel@miklaborg.is
Gunnar S Jónsson sími: 899 5856 gunnar@miklaborg.is
Jón Rafn Valdimarsson sími: 6955520 jon@miklaborg.is
Jórunn Skúladóttir sími: 845 8958 jorunn@miklaborg.is
Ólafur Finnbogason sími: 822 2307 olafur@miklaborg.is
Óskar R. Harðarson sími: 661-2100 oskar@miklaborg.is
Páll Þórólfsson sími: 893-9929 pall@miklaborg.is
Svan G Guðlaugsson sími: 697 9300 svan@miklaborg.is
Þórunn Pálsdóttir sími: 7736000 thorunn@miklaborg.is
Þröstur Þórhallsson sími: 897 0634 throstur@miklaborg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð.
5. Skipulagsgjald 0,3% af brunabótamati.