Glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur

Íbúðarbygging með verslun og þjónustu á jarðhæð

Fjölbreytt mannlíf

Markmið okkar er að skapa torgmenningu á Höfðatorgi svipaða því sem Íslendingar hafa kynnst víða erlendis. Torgið er hugsað sem áhugaverð viðbót við aðra staði þar sem fólk hittist á tyllidögum, s.s. Austurvöll, Lækjargötu og Arnarhól.

Rúmlega helmingur Höfðatorgsreitsins eru göngugötur og torg sem skapa umgjörð fyrir fjölbreytt mannlíf, veitingastaði, kaffihús, verslanir og margvíslega þjónustu. Allri starfseminni er ætlað að byggja upp hlýlegan þjónustukjarna sem þjónar íbúum, starfsfólki, nágrönnum, gestum og gangandi.