Bríetartún 9-11

Íbúðarturninn

Bríetartún 9–11 er 94 íbúða fjölbýlishús á sjö og tólf hæðum. Verslunar- og þjónusturými eru
á jarðhæð og íbúðir á hæðum 1–12. Í húsinu eru tvö stiga- og lyftuhús með tveimur lyftum
í hvoru lyftuhúsi. Þar af er ein bruna­ og öryggislyfta. Í kjallara eru geymslur og sameiginleg
rými, þ.m.t. hjóla­ og vagnageymsla, tæknirými, lagerrými fyrir verslun og þjónustu og 17
lokaðir einkabílskúrar.

Bílastæði – Bílskúrar

Bílakjallari hússins er samtengdur öðrum húsum við Höfðatorg. Úr bílakjallara er innangengt
í kjallara hússins. Gert er ráð fyrir samnýtingu bílastæða í bílakjallara. Rekstrarfélag um
bílakjallara sér um viðhald, endurbætur og rekstur bílakjallarans.

Bílastæði verða ekki seld með íbúðunum en kaupendur íbúða munu geta tryggt sér
afnotarétt af bílastæði í bílakjallaranum gegn gjaldi. Auk þess eru 17 lokaðir einkabílskúrar
í kjallara hússins og tilheyrir sérhverjum bílskúr sérafnotaréttur af bílastæði fyrir framan
viðkomandi bílskúr.

Lóð og
nánasta
umhverfi

Lóðin er sameiginleg fyrir allt Höfðatorg. Við afhendingu íbúða er lóðin næst húsinu
fullfrágengin samkvæmt hönnun arkitekta. Leiksvæði fyrir bygginguna verður vestan megin
við húsið. Fjær húsinu byggist lóðin upp samhliða annarri uppbyggingu Höfðatorgs.

Efnt verður til samkeppni meðal listamanna um listaverk á lóðinni sem setja mun svip sinn á svæðið.

Stefnt er að því að umhver ð verði lifandi og skemmtilegt með gróðurreitum, vindvörnum
og streymandi vatni.