Saga

Höfði og Höfðatorg

Höfði, sem er eitt af helstu kennileitum Reykjavíkur, er hús með sérstæða sögu. Húsið
var flutt inn í byrjun síðustu aldar frá Noregi fyrir franska konsúlinn Brillouin sem bjó þar
til 1914. Þá keypti athafnaskáldið Einar Benediktsson húsið og nefndi það Héðinshöfða,
sem styttist með tímanum í núverandi nafn.

Eftir að Einar Ben utti úr Höfða bjuggu þar ýmsir merkismenn, Páll Einarsson fyrsti
borgarstjóri Reykjavíkur og á eftir honum Matthías Einarsson læknir, faðir Lovísu
listmálara. Bretar réðu húsum í Höfða frá 1938 til 1951 þegar Ingólfur Espólín keypti
húsið, bjó þar og rak smáiðnað. Sagt er að síðasti sendiherra Breta sem bjó í húsinu hafi
verið myrkfælinn í meira lagi, hann sá konu á sveimi í húsinu og heimtaði flutning vegna
draugagangs.

Reykjavíkurborg eignaðist Höfða aftur 1962 og var fyrirhugað að rífa húsið. Hætt var við
það og var húsið þess í stað gert upp. Höfði hefur verið notaður fyrir móttökur og fundi
frá árinu 1968.

Höfðatorg

Á Höfðatorgi rís glæsileg byggð sem gegna mun lykilhlutverki í endurnýjun miðborgar­-
innar. Höfðatorg brúar bilið milli gamla Laugavegarins með sínum sérverslunum og
miðbæjarsjarma og hins nýja Borgartúns sem er orðin ein helsta miðstöð atvinnulífsins í
höfuðborginni.

Á Höfðatorgi sameinast glæsilegar skrifstofubyggingar, nútímaleg íbúðarbyggð, verslun
og margvísleg þjónusta.

Skipulag svæðisins

  • Hlýlegur miðbæjarkjarni, lifandi torgmenning
  • Skrifstofuhúsnæði
  • Verslun, þjónusta, veitingar
  • Íbúðir
  • Hótel