Vefarastræti 7 - 11

Eykt byggir um þessar mundir Vefarastræti 7-11 í Mosfellsbæ í samvinnu við Varmárbyggð ehf. Vefarastræti 7-11 er sameiginleg lóð með tveimur aðskildum fjölbýlishúsum á tveimur og þremur hæðum auk einnar íbúðar á kjallarahæð og sameiginlegrar bílgeymslu. 35 íbúðir eru í húsunum.

Í bílgeymslu eru 28 bílastæði. Á lóðinni norðanvert við húsið eru tíu bílastæði. Þar af eru tvö stæði sérmerkt hreyfihömluðum.

Aðgengi að íbúðunum er um tvö stigahús, inn í annað þeirra er gengið á vesturhlið og inn í hitt á norðurhlið. Auk þess eru sérinngangar á austurhlið og á jarðhæð norðurhliðar. Ein lyfta er í hvoru stigahúsi með aðgengi að hæðum, kjallara og bílgeymslu. Í kjallara eru bílastæði og inntaksrými veitna. Aðgengi að bílgeymslu í kjallara er um stigahúsin. Tvær stakstæðar hjóla- og vagnageymslur eru á lóð.

Áætlað er að afhending íbúða hefjist í janúar 2018.