Hlutdeildarlán Allar íbúðir hússins hafa hlotið samþykki Húsnæðis og mannvirkjastofnunar til hlutdeildarlána.

Húsið

Austurhólar 10 er hæsta íbúðarhúsnæði á Suðurlandi, 6 hæðir. Í húsinu eru 35 íbúðir frá 69,7 m2 upp í 90,2 m2 ásamt sameign á jarðhæð en geymslur eru allar inni í íbúðum. Austurhólar 10 eru í austurhluta bæjarins, nánar tiltekið í Dísarstaðalandi. Þaðan er stutt í alla helstu þjónustu og nýbyggður leikskóli á næstu lóð við húsið. Byggingin er staðsteypt og einangruð og klædd að utan með viðhaldslitlum klæðningum. Öllum íbúðum verður skilað fullbúnum með gólfefnum. Allar íbúðir hússins hafa hlotið samþykki Húsnæðis og mannvirkjastofnunar til hlutdeildarlána.