Álalind 1 - 3

Skilalýsing

Almennt

Álalind 1-3 er fjölbýlishús með tveimur stigagöngum og lyftuhúsum. Í kjallara eru sérgeymslur sem fylgja hverri íbúð. Inngangur er á jarðhæð frá bílastæði í austur. Stæði í bílageymslu fylgir nánast öllum íbúðum. Lyftur eru í báðum stigahúsum Rúmgóðar vagna og hjóageymslur eru í sameign.

Húsbyggjandi er Sérverk ehf kt. 571091-1279
Tónahvarf 7, 202 Kópavogur

Frágangur utanhúss

Útveggir:

Allir veggir eru staðsteyptir, einangraðir með steinull og að mestu leyti klæddir með á́lklæðningarkerfi sem veðurkápu. Veggir innaf svölum og á svalagöngum eru timbur-klæddir. Litir á klæðningu eru í samráði við arkitekt.

Þak:

Þakplata er steypt með vatnshalla að niðurföllum.
Ofan á steypa plötu kemur tvöfalt lag af eldsoðnum tjörupappa Einangrun er rakaþolin þrýstieinangrun.
Ofaná einangrun kemur vatnsvarnardúkur með öndun, einangrun er fergð með völusteinum eða hellum þar sem við á.
Niðurföll eru tengd regnvatnslögnum.

Raflagnir:

Lampar eru frágengnir á svölum og almennt utanhúss.

Gluggar og útihurðir:

Gluggar og svalahurðir eru af gerðinni FP Gruppen í Danmörku og eru ál-/tréuppbyggðir. Þeir eru vottaðir og slagveðursprófaðir og henta því einstaklega velfyrir íslenskar aðstæður.
Opnanleg fög og svalahurðir eru með opnunarstillingu til loftunar.
Útihurðir eru skv. teikningu arkitekts. Allt gler er K-gler eða sambærilegt skv. byggingarreglugerð. Gler er einnig hljóðeinangrað samkvæm byggingareglugerð

Svalir:

Svalahandrið eru úr áli og gleri. Möguleiki er á að setja svalokun á kostnað kaupanda frá Skelinni Höfðabakka 9.

Lóð:

Bílastæði eru afmörkuð með máluðum línum. Stéttar fyrir framan húsið eru mynstursteyptar, verandir á sérafnotaflötum íbúða eru klæddar með gagnvarinni furur eða steyptar skv. teikningum arkitekts.
Hitalögn verður í helstu gönguleiðum. Grasflatir verða þökulagðar.

Bílgeymsla:

Er sameiginleg . Af heildarfjölda bílastæða tilheyra 30 stæði.
Bílgeymsla er loftræst og eldvarin með vatnsúðakerfi með sér inntaksklefa.
Bílgeymslan er lítilsháttar upphituð þ.e hitastig rétt undir 10°C.
Gert er ráð fyrir lagnaleið að hverju stæði fyrir möguleika á rafhleðslustöð.
Bílgeymslan skilast með máluðum veggjum.

Búnaður:

Húsnúmer verður sett upp á áberandi stað á útvegg.

Frágangur sameignar inni.

Gluggar:

Eru af gerðinni FP Gruppen í Danmörkuog eru ál-/trégluggar. Þeir eru vottaðir og slagveðursprófðair og henta því einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.

Gler:

Gler er K-gler eða sambærilegt og skv. teikningum og byggingarreglugerð. Með glerinu fylgir sú ábyrgð sem framleiðandi glersins veitir.

Veggir:

Veggir í forstofu, forrýmum lyfta og íbúða eru sandspartlaðir og málaðir en aðrir veggir sameign eru málaðir en ekki sandsparlaðir. Léttir veggir í sérgeymslum eru spónaplötu veggjum, óspartlaðir en málaðir með plastmálningu.

Gólf:

Gólf í forstofu og forrými lyfta eru flísalögð.
Gólf í stigahúsum eru teppalögð.
Gólf í sérgeymslum, geymslugöngum, hjóla- og vagnageymslum og tæknirýmum eru máluð með gólfmálningu.

Loft:

Loft eru máluð í ljósum lit.

Rafmagn:

Raflagnir í sameign eru fullfrágengnar með ljósastæðum skv. teikningum raflagnahönnuðar. Rafmagnskostnður íbúða og sameignar er sameiginlegur og skiptist eftir eignarhluta íbúðar í matshluta skv. eignaskiptasamningi.

Pípulögn:

Er hefðbundin ofnalögn með uppsettum miðstöðvarofnum skv. teikningum lagnahönnuðar. Handklæðaofn er á böðum. Ekki gólfhiti.

Lyftur:

Fólkslyftur eru frá KONE og skv. teikningum og byggingarreglugerð.

Stigahús:

Stigaþrep og hvíldarpallar eru teppalagðir. Veggir eru sparslaðir og o9málaðir með plastmálningu.

Frágangur íbúða inni

Almennt:

Íbúðir eru seldar fullbúnar með innréttingum , með gólfefnum. Baðherbergis- og þvottahússgólf eru flísalögð.

Veggir:

Útveggir og hluti innveggja eru steyptir og verða með sléttri áferð, loft eru sléttspörtluð. Léttir innveggir verða úr gifssteinum.
Allir veggir eru sandspartlaðir og grunnmálaðir undir tvær umferðir af plastmálningu í ljósum lit skv. ákvörðun hönnuðar.
Veggir í baðherbergjum eru flísalagðir frá gólfi upp í loft, aðrir veggir eru málaðir með rakaþolnu málningakerfi.

Loft:

Eru sandspörtluð og grunnmáluð. Málaðar tvær umferðir af plastmálningu í ljósum lit skv. ákvörðun hönnuðar. Loft í baðherbergi eru máluð með rakaþolnu málningarkerfi.

Innihurðir:

Eru sérsmíðaðar af Sérverk Hurðahúnar eru úr stáli með burstaðri áferð, af gerðinni Hoppe.

Flísar og gólfefni:

Gólfflísar eru frá ítalska framleiðandanum Iris Ceramica, af gerðinni Calx í litnum Sabbia, stærð 30x60 cm. Veggflísar eru frá ítalska framleiðandanum Iris Ceramica, af gerðinni Calx í litnum Bianco, stærð 30x60 cm. Harðparket er af gerðinni Eik Alpine WH frá Agli Árnasyni.

Innréttingar:

Allar innréttingar í eldhúsum, baðherbergjum og þvottahúsum ásamt fataskápum í herbergjum og forstofum eru sérsmíðaðar af Sérverk.
Hurða- og skúffuforstykki ásamt borðplötum eru plastlögð með viðaráferð.

Eldhústæki:

Íbúðunum fylgja vönduð eldhústæki af gerðinni AEG Íbúðum er skilað með keramik helluborði, blástursofni með burstaðri stáláferð, eldhússháfi með burstaðri stáláferð.

Hreinlætistæki:

Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa og hvítum þrýstihnappi á vegg. Handlaug er sporöskjulaga, felld ofan á borðplötu með einnar-handar blöndunartæki. Sturtur eru með flísalögðu gólfi með vatnshalla að aflöngu niðurfalli upp við vegg. Sturtutækier hitastýrt með sturtustöng og handsturtu.

Þvottahús:

Gólf þeirra eru flísalögð með flísum frá ítalska framleiðandanum NAX-B af gerðinni Pro Stone í stærð 30 x 60 cm. Vegghengdur stálvaskur með blöndunartækjum.

Rafmagn:

Rofar og tenglar eru hvítir. Símatenglar eru frágengnir í samræmi við teikningar lagnahönnuðar. Lampar eru í eldhúsi, þvottahúsi, baðherbergi og sérgeymslu.

Lampar:

Loftlampar eru í eldhúsi, þvottahúsi, baði og geymslu.

Hitalögn:

Húsið er á hefðbundinn hátt upphitað með miðstöðvarofnum sem á eru hitastýrðir ofnlokar.

Loftræsting:

Rafrænt loftræstikerfi með útsogi er í gluggalausum rýmum skv. byggingarreglugerð.
Fyrir ofan svalahurðir eru lofttúður með innbyggðri hljóð- og ryksíu sem tryggja innstreymi og þar með hringrás lofts um heimilið.

Afhending íbúða

Íbúðakaupandi og verksali yfirfara íbúð og sannreyna ástand íbúarinnar. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós skal verksali lagfæra galla eins fljótt og auðið er. Íbúðir afhendast hreinar.

Í öllum tilvikum þar sem minnst er á tegundir af hinum ýmsu tækjum og innréttingum í skilalýsingu þessari er átt við þau tæki eða sambærileg á þeim tíma sem uppsetning á sér stað. Sama á við um byrgja/ efnissala, seljandi áskilur sér rétt til breytinga þar á og verður þá miðað við sambærilega vöru. Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis, tæknilegar og útlits breytingar meðan á byggingaframkvæmd stendur.

Allar breytingar að ósk kaupenda þurfa að fara í gegnum skrifstofur seljanda og geta haft áhrif á afhendingartíma til seinkunnar. Breytingar geta leitt til kostnaðarauka en aldrei til lækkunnar.

Skipulagsgjald:

Kaupandi greiðir skipulagsgjald af eigninni, þegar það verður lagt á.

Í nýjum íbúðum er mikill byggingaraki í steypuvirkinu. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, gólfefni, málningu og spörslun. Því er mikilvægt að hafa gluggafögin lítillega opin til aðtryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna.

Afhendingartími:

Íbúðir verða afhentar á tímabilinu desember 2018.

Fyrirvarar og til áréttingar (það sem við á)

 • Seljandi áskilur sér rétt til að láta breyta teikningum á byggingartímanum í samráði við arkitekta og hönnuði að fengnu samþykki byggingaryfirvalda sé þess þörf vegna tæknilegra útfærslna.
 • Í nýjum íbúðum er mikill byggingaraki í steypuvirkinu. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, gólfefni, málningu og spörslun. Því er mikilvægt að hafa gluggafögin lítillega opin til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna. Hafa þarf rakastig í huga áður en viðargóf eru lögð á gólf íbúða.
 • Íbúðareigandi gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina og fylgjast með niðurföllum í þvottahúsi, baði og úti á svölum.
 • Svalagólf er nauðsynlegt að sílanbera á ca. 2ja ára fresti ef þau eru ekki flísalögð.
 • Nauðsynlegt er að sílanbera steiningu eða á ca. 2ja ára fresti.
 • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum svo þau festist ekki.
 • Íbúðaeigendum er kunnugt um dælur í dælubrunnum sem þarf að fylgjast með skipulega svo og niðurföll sem þarf að hreinsa sem og öryggisdælu.
 • Við afhendingu skal kaupandi skoða íbúðina ítarlega. Ef einhverjir ágallar finnast skal kaupandi, áður en hann hefur framkvæmdir í íbúðinni, afhenda fulltrúa Sérverks undirritað eyðublað þar sem þessir ágallar eru taldir upp.
 • Varast ber að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna rakamyndunar og sprunguhættu.
 • Aðalhurðir á hverju stigahúsi svo og bílageymsluhurðir verður að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umgang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt.
 • Hafi kaupandi einhver umkvörtunarefni fram að færa vegna hinnar seldu íbúðar, skal hann strax beina umkvörtun sinni til umsjóna- og tæknistjóra hússins.
 • Íbúðarkaupendur gera sér grein fyrir að í sérgeymslum og öðrum geymslum geta verið lagnir í loftum og á veggjum sem nauðsynlegar eru vegna lagnaleiða hússins.