Staðsetning

Staðsetning Glaðheimahverfisins er sérlega góð þar sem stutt er út á allar stofnæðar. Í göngu- og hjólafæri eru allar nauðsynjar, hvort sem er að ræða skóla, verslanir, heilbrigðisþjónustu, íþróttamannvirki, veitingastaði eða útivistarsvæði. Glaðheimahverfið er í hjarta Lindarhverfisins í Kópavogi sem er orðið gróið og verið vinsælt. Álalind 1-3 er vestan megin í hverfinu og því er fallegt útsýni til vesturs og norðurs.