Húsunum verður skilað fullfrágengnum utan sem innan.

Frágangur utanhúss

Húsin eru klædd með vandaðri og viðhaldslítilli utanhússklæðningu og með vönduðum timburgluggum. Þak er klætt með AluZink og vandaðar stálrennur með hvítum niðurföllum. Þakkantar úr bandsöguðu timbri, hvítmálaðir. Vandaðar útihurðir frá Porta Doors.

Að framanverðu er lóð hellulögð undir bílastæði með blómakeri á milli húsa. Skjólveggur við anddyri. Timburverönd ásamt skjólvegg að aftan. Botnlangi malbikaður. Að öðru leyti er lóð tyrfð og frágengin.

Frágangur innanhúss

Innréttingar og skápar: Innréttingar eru í eldhúsi og á baðherbergi. Skápar eru í forstofu, hjónaherbergi og barnaherbergjum. Úthliðar innréttinga eru með hnotu og hvítar. Allar innréttingar eru frá Parka.

Eldhús: Sérsmíðuð innrétting í eldhúsi er samkvæmt teikningu og með ljúflokunarbúnaði á skúffum. Með eldhúsinnréttingu fylgir innbyggður ísskápur, bakaraofn, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél og háfur með kolasíu af viðurkenndri gerð. Öll heimilistæki eru frá Siemens.

Baðherbergi: Veggir á baðherbergi eru flísalagðir upp að lofti. Öll salerni eru upphengd og innbyggð í vegg. Á baði er handklæðaofn. Sturta er í öllum íbúðum.

Hreinlætistæki: Öll blöndunartæki eru af vandaðri gerð.

Hurðir: Innihurðir eru mjög vandaðar og massífar. Áferð er hvíttuð eik. Allar innihurðir eru frá Porta Doors.

Gólfefni: Á gólfum er hljóðdeyfandi dúkur og 12MM hágæðaharðparket en flísar í votrýmum og geymslu.

Pípulögn: Hitalagnir eru hefðbundnar ofnalagnir. Neysluvatnslagnir eru lagðar úr ryðfríum efnum.

Rafkerfi: Raflögn er fullfrágengin. Innbyggð LED lýsing í stofu og alrými. Rofar og tenglar (fyrir rafmagn, tölvu/síma og loftnet) verða settir upp í samræmi við raflagnateikningar.

Loftræsing: Vélrænt útsog er frá gluggalausum rýmum í húsunum, þ.e. baðherbergjum og geymslu.

Með öllum húsum fylgir „stand alone“ öryggiskerfi frá Securitas af nýjustu gerð. Kaupendur geta ákveðið sjálfir hvort þeir tengi kerfin við öryggisþjónustu Securitas. Einnig getur kerfið virkað sem snjallkerfi.

Hönnuðir:
Arkitekt: Artstone slf. Þorsteinn Aðalbjörnsson Byggingafræðingur BFÍ.
Verkfræðihönnun: Glóra ehf. Þorleifur Björnsson Byggingafræðingur BFÍ
Raflagnahönnun: Rafmiðstöðin sf. Guðmundur Björnsson
Innanhússhönnun: Jónína Þóra Einarsdóttir Innanhússarkitekt
Byggingaraðili: Stöngull ehf., kt. 460706-0840.
Byggingastjóri. Jónas Ragnarsson Húsasmíðameistari