Stöngull byggingarfélag sérhæfir sig í þróun og smíði á vel hönnuðum- og skipulögðum timburhúsum. Eigendur og stjórnendur félagsins hafa samanlagt áratuga reynslu af íbúðabyggingum.

Félagið leggur mikla áherslu á að hafa einungis faglærða menn í vinnu sem geta skilað af sér framleiðsluvöru í þeim gæðum sem félagið hefur ásett sér. Stöngull velur vandaðan og endingargóðan búnað og innréttingar í allar sínar byggingar sem skilar sér beint til kaupandans með minna viðhaldi og lægri rekstrarkostnaði fasteignarinnar.