Sala er hafin á glæsilegu fjölbýlishúsi við Bolholt 7-9 í Reykjavík. Húsið er staðsett á Vallhallarreitnum á mjög góðum stað miðsvæðis í Reykjavík. Það verða 47 íbúðir í húsinu auk verslunarrýmis.
Flestum íbúðum fylgja stæði í bílageymslu en einnig eru sameiginleg bílastæði á lóð. Íbúðirnar verða með vönduðum innréttingum frá Axis og eldhústækjum frá Ormsson. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórum timburveröndum.
Bolholt 7-9 er sex hæða fjölbýlishús með lyftum og bílageymslu. Bílageymsla er upphituð og sérgeymslur eru í kjallara. Í húsinu er 2ja til 4ra herbergja íbúðir.
Íbúðirnar verða afhentar með vönduðum innréttingum frá Axis og án gólfefna, þó verða flísar á baðherbergjum og þvottahúsum frá. Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin og verður mynddyrasími með einu símtóli í íbúð.
Sameign verður frágengin utan sem innan og í sameign verður vönduð lyfta. Anddyri verður flísalagt en stigar og stigapallar teppalagðir. Gangstéttar við húsið verða með snjóbræðslukerfi skv teikningum.
Á baðherbergjum eru gólf flísalögð og veggir flísalagðir upp í loft. Þau verða búin vönduðum hreinlætistækjum, hitastýrðum blöndunartækjum, upphengdum salernum, sturtum með glerhlið. Innréttingar og innihurðir eru vandaðar, sjá nánar í skilalýsingu.
Bolholt 7-9 er staðsett á hinum nýja Valhallarreit á horni Háleitisbrautar og Skipholts. Staðsetning er ákaflega góð rétt miðsvæðis í Reykjavík.
Áætlað er að íbúðir við Bolholt 7-9 verði afhentar í febrúar 2026.