Fossvogsvegur

Sala er hafin á stórglæsilegu tengihúsi við Fossvogsveg 8-36 í Reykjavík. Húsið er staðsett í Fossvognum nánar tiltekið fyrir neðan Borgarspítalann á einstaklega veðursælum og fallegum stað.

Húsið er 3ja hæða. Fjórar sérhæðir eru á efstu hæðinni með stórum þaksvölum og sérlyftum. Ellefu tveggja hæða íbúðir (hálfgerð raðhús) eru á miðhæð og jarðhæð. Bílageymsla er einnig á jarðhæð en innangegnt er í íbúðirnar frá bílageymslu (alla nema eina íbúð). Samtals eru fimmtán íbúðir í húsinu.

Öllum íbúðum fylgja stæði í bílageymslu en einnig eru sameiginleg bílastæði á lóð.

Íbúðirnar verða búnar vönduðum innréttingum frá Brúnás og eldhústækjum frá Ormsson. Á baðherbergjum eru gólf flísalögð og veggir flísalagðir upp í loft. Þau verða búin vönduðum hreinlætistækjum, hitastýrðum blöndunartækjum, upphengdum salernum og sturtum með glerhlið. Innréttingar og innihurðir eru vandaðar, sjá nánar í skilalýsingu.

Efri hæðirnar eru með stórum þaksvölum en hinar íbúðirnar með góðum svölum á miðhæðinni og timburverönd á jarðhæðinni.

Sameign verður frágengin utan sem innan. Gangstéttar við húsið verða með snjóbræðslukerfi skv teikningum.

Áætlað er að íbúðir við Fossvogsveg verði afhentar í febrúar/mars 2026.

Söluaðilar