Hringhamar 1

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 24 íbúða fjölbýlishúsi við Hringhamar 1 í Hafnarfirði. Íbúðirnar eru frá 68,4 til 86,9 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum innréttingum frá GKS - gamla kompaníið, og AEG eldhústækjum frá Ormsson. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða veröndum.

Hringhamar 1 er 4ra hæða álklættfjölbýlishús með lyftu og sérinngangi af svalagangi. Í húsinu eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Íbúðirnar hafa annaðhvort svalir eða verönd. Tvennar svalir fylgja sumum íbúðum. Sérgeymslur eru í íbúðunum sjálfum. Hjólageymsla verður á jarðhæð.

Íbúðirnar verða afhentar með vönduðum innréttingum og án gólfefna, þó verða flísar á baðherbergjum og anddyrum. Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin.

Sameign verður frágengin utan sem innan og í sameign verður vönduð lyfta. Gangstéttar við húsið verða með snjóbræðslukerfi skv teikningum. Á baðherbergjum eru gólf flísalögð og veggir flísalagðir upp í loft. Þau verða búin vönduðum hreinlætistækjum, hitastýrðum blöndunartækjum, upphengdum salernum, sturtum með glerhlið. Innréttingar og innihurðir eru vandaðar, sjá nánar í skilalýsingu.

Söluaðilar

 • Fasteignasalan Torg
 • Garðatorgi 5
 • 210 Garðabæ
 •  
 • Sími: 520 9595
 • torg@fstorg.is
 • Ás fasteignasala
 • Fjarðargötu 17
 • 220 Hafnarfirði
 •  
 • Sími: 772 7376
 • aron@as.is