Húsið

Austurhólar 2 er 5 hæða fjölbýlishús, í því 34 íbúðir frá 69,1 m2 upp í 101,5 m2 ásamt sameign á jarðhæð en geymslur eru allar inni í íbúðum. Í húsinu eru því 2 herbergja, 3 herbergja og 3-4 herbergja íbúðir.

Austurhólar 2 eru í austurhluta bæjarins, nánar tiltekið í Dísarstaðalandi. Þaðan er stutt í alla helstu þjónustu og nýbyggður leikskóli í næsta nágrenni. Byggingin er staðsteypt, einangruð og klædd að utan með viðhaldslitlum klæðningum. Öllum íbúðum verður skilað fullbúnum með gólfefnum.