Frábærlega staðsettar íbúðir í miðborg Reykjavíkur. Öllum íbúðum fylgja stæði í bílakjallara.

Í húsinu eru 70 fallegar og vel hannaðar 2-4ra herbergja íbúðir . Skjólgóður inngarður og gönguleiðir eru hannaður af landslagsarkitekt hússins. Húsið er hluti af heildaruppbyggingu á hluta Baróns- og Laugavegsreit með nýjum göngustígum, uppgerðum eldri húsum auk nýbygginga. Fyrirhugaðar eru listskreytingar á svæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hverfið liggur ákaflega vel við samgöngum og styður vel við bíllausan lífsstíl fyrir þá sem það kjósa.

Í húsinu eru tvær kjallarahæðir með bílastæðum og geymslum. Tvö stigahús með lyftum eru í húsinu. Innkeyrsla í bílakjallara verður um inngötu frá Vitastíg og verður að hluta samnýtt með bílakjallara Skúlagötu 30. Inngangur í stigahús verður frá Hverfisgötu.

Burðarvirki hússins er steinsteypt, veggir einangraðir að utan og klæddir með álplötum, steyptum plötum og viðarklæðningu. Hluti jarðhæðar og kjallara er einangraður að innan og múrhúðaður.

  • Íbúð seld
  • Íbúð til sölu
  • Íbúð frátekin